top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Áríðandi tilkynning vegna skráningar 2020

Kæru félagar.

Það eru góðar fréttir frá okkur því klúbburinn hefur tekið í notkun kerfið Nóra fyrir skráningu og innheimtu félagsgjalda. Kerfið hefur verið notað af íþróttafélögum um allt land og fleiri og fleiri golfklúbbar hafa verið að taka kerfið í notkun síðustu ár með góðum árangri. 

Takið eftir að allir félagsmenn GS verða að skrá sig í kerfið fyrir árið 2020.

Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni: gs.felog.is  Og ganga frá greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2020. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka. 

Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn. 

Greiðsluleiðir:

  1. Hægt er að skipta greiðslum í heimabanka í 4 kröfur (kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka).

  2. Hægt er að skipta greiðslum með greiðslukorti í allt að 10 skipti (fer eftir hvenær greiðsla byrjar)

  3. Þeir sem ganga frá greiðslu í eingreiðslu fyrir 1. janúar fá 5% afslátt af félagsgjöldum. Að auki geta þeir valið um eitt af eftirfarandi (aðeins 27 ára og eldri): Æfingaboltar (20 fötur) – kaffikort fyrir sumarið – 5 bjóra kort.

  4. Þeir sem ganga frá skráningu (27 ára og eldri) fyrir 1. febrúar fá innifalið í félagsgjöldum sínum eitt af eftirfarandi: Æfingaboltar (20 fötur) – kaffikort fyrir sumarið – 5 bjóra kort.

  5. Áður en greiðsla fer fram býðst félögum að kaupa vörur á lægra verði og haka þá við viðeigandi box. 

  6. Einnig gefst félögum kostur á að haka við styrk við klúbbinn um 5.000 kr., 10.000 kr. eða bæði. Bætist þá upphæðin við heildarupphæðina.

Eftirfarandi eru skrefin sem fara þarf:

  1. Fara inn á “gs.felog.is”.

  2. Ýta á “skrá inn” hægra megin á skjánum.

  3. Þá er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

  4. Velja “ég er félagsmaður” og “jafnframt iðkandi”.

  5. Þegar búið er að skrá inn kemur upp síða með nafni þess sem skráði sig inn.

  6. Ýta á “skráning í boði” hægra megin á skjánum.

  7. Síðan er ýtt á þann flokk sem á við, hægra megin á skjánum.

  8. Ef valin er eingreiðsla fyrir 1. janúar reiknast 5% afsláttur sjálfkrafa af félagsgjaldinu ásamt því að hægt er að velja um æfingabolta, kaffikort eða bjórkort sem fylgir með. Ef skráning fer fram fyrir 1. febrúar er hægt að velja í næsta glugga um æfingabolta, kaffikort, bjórkort.

  9. Þarna er einnig hægt að velja að kaupa vörur á afslætti en það er í boði fyrir þá sem skrá sig fyrir 1. apríl. Þá er hakað við þá vöru og upphæðin bætist við heildargreiðsluna.

  10. Neðar á síðunni er valið um greiðslumáta og fjölda greiðslna.

  11. Að lokum þarf að setja hak við “samþykki skilmála” neðst hægra megin og ýta svo á “áfram”.

  12. Til að ljúka ferlinu er svo ýtt á “skrá greiðslu”.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi félagsgjöld, greiðslu þeirra eða lenda í erfiðleikum/vantar aðstoð með skráninguna þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GS í síma 421-4100 eða sendið tölvupóst á gs@gs.is

5 views0 comments

Comments


bottom of page