top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Æfingaferð GS til Morgado í Portúgal


Það var mikil ánægja með síðustu ferð – þessi verður ekki síðri

Síðasta vor fóru kylfingar úr GS í æfingaferð til Morgado og heppnaðist sú ferð í alla staði vel. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða kylfingum úr GS með í ferðina. Ath. að takmarkaður sætafjöldi er í boði – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Morgado er með tvo frábæra, ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði þá er Morgado frábær valkostur fyrir æfingaferð og að auki er stórglæsilegt 4* hótel við golfvellina.Bókunarleiðbeiningar:

Vinsamlega lesið eftirfarandi leiðbeiningar ÁÐUR en bókað er:

Til að bóka ferðina þarf að smella á þennan tengil. Þá er beðið um hópnúmer, skrifið: 1039

Til aðgreiningar á almennum farþegum, börnum og unglingum (iðkendum) í ferðinni þá er hægt að bóka eftirfarandi gistimöguleika:

1) Iðkandi velur „Tvíbýli barn/unglingur í æfingum“ (þjálfarar raða saman í herb.síðar). 2) Einn fullorðinn og eitt barn/unglingur (iðkandi sem deila herb.velja „tvíbýli“). 3) Tveir fullorðnir sem deila herb. velja „tvíbýli“. 4) Einn fullorðinn velur „einbýli“ . 5) Tveir fullorðnir og eitt barn (iðkandi) velja „tvíbýli m/aukarúmi“

ATH. Foreldrar sem ferðast með tvö eða þrjú börn sem vilja gista saman: Á Morgado er til gistimöguleiki sem heitir Duplex og er á tveimur hæðum, eitt herbergi ásamt baðherbergi á hvorri hæð og innangengt á milli. Það er eingöngu ætlað fyrir tvo fullorðna með tvö börn eða tvo fullorðna með þrjú börn (3ja barn í aukarúmi).

Við eigum frátekin fjögur Duplex herbergi sem eingöngu er hægt að bóka á skrifstofu VITAgolf eða símleiðis s: 570 4458.

Ath. Þeir sem spila ekki golf, bóka sig á netinu og hefur samband við okkur og við drögum kr. 10,000.- frá ferðakostnaði. Varðandi greiðslu ferðarinnar þá er Í boði að greiða staðfestingargjald (óendurkræft) 40,000 kr. Greiða upp ferðina í einu lagi eða velja raðgreiðslusamning.

Bókunarkerfið leiðir ykkur áfram og þið fyllið inn í þá reiti sem óskað er eftir. Bókunarfrestur er til 21. des. og eftirstöðvar ferðarinnar greiðast í síðasta lagi 13. febrúar 2017

ATH: 1 – Ekki er hægt að nota vildarpunkta í þessa ferð. 2 – Eingöngu er hægt að nota eitt kortanúmer til að greiða fyrir þá sem í bókuninni eru.


Verð ferðarinnar:

Fyrir iðkendur: 142.400 kr. á mann m.v. tvíbýli Fyrir fullorðna/aðra: 166.400 kr. á mann í tvíbýli, kr. 178,700.- í einbýli.

Verð fyrir þrjá farþega eða fleiri sem birtast í bókunarvél eru meðalverð, fengin af ofangreindum verðum.

Innifalið:

Beint leiguflug til Faro með Icelandair Flugvallaskattar Flutningur golfsetts (hámark 15kg) og farangur (hámark 20 kg) Akstur milli flugvallar og hótels Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði. Léttur hádegisverður (eingöngu fyrir iðkendur)

Ótakmarkað golf (ef rástímar eru lausir eftir hádegið, sem hefur ekki verið vandamál hingað til) alla daga (með kerru fyrir iðkendur) og (með GOLFBÍL fyrir fullorðna)

Fararstjórn frá VITAgolf

Flugupplýsingar:

FI 1542 01. Apríl Keflavík 07:30 – Faro 12:40 FI 1543 08. apríl Faro 13:40 – Keflavík 16:40

Takk fyrir að velja VITAgolf og við vonum að þið njótið ferðarinnar til Morgado og að ferðin verði ykkur öllum til gagns og gleði.

Kær kveðja, VITAGOLF Signhild, Margrét, Peter s. 5704458

3 views

Comments


bottom of page