top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Æfingaferð GS til Valle del Este

Það eru örfá sæti laus fyrir félaga í GS í æfingaferð klúbbsins til Valle del Este á Spáni 22.–29.apríl nk.

Félagar hafa aðeins örfáa daga til að festa sér sæti – fyrstir koma fyrstir fá.

Verð á mann: Tvíbýli kr. 179.900,- Einbýli kr. 189.900,-

Innifalið: Flug m. flugvallasköttum og flutningur golfsetts (hámark 15 kg) Akstur milli flugavallar og hótels Gisting m. fullu fæði í herbergjum með garðsýn* Ótakmarkað golf með golfbíl alla daga (háð brottfarar- og komutíma)** Fararstjórn

*Fullt fæði er morgun- og kvöldverðarhlaðborð á hótelinu og hádegisverður er í klúbbshúsinu skv. matseðli sem er m.a. hamborgari, spaghetti, salat og Paella. **Ótakmarkað golf: Gestir geta leikið ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana, eingöngu EF rástímar eru lausir. Viðbótargolf við 18 holur á dag er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum. GS-ingar bóka sig á eftirfarandi tengli og númer hópsins er 3009: Bóka hér

2 views0 comments

Comentarios


bottom of page