top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Æfingasvæðið opið

Kæru félagar.


Það er farið að glitta í vorið og margir kylfingar orðnir óþreyjufullir að taka fram kylfurnar undir berum himni. Hólmsvöllur er þó ennþá í vetrarbúningi en búið er að opna æfingasvæðið og einnig er Jóelinn opinn fyrir félaga.


Leirukaffi er í undirbúningi og hefur skálinn ekki ennþá verið opnaður. Fyrir þá sem vantar kort í boltavélina þá er oftast einhver við í Leiru á skrifstofutíma en til að vera viss þá hafið samband við skrifstofu áður en þið komið.


Við hvetjum alla félaga til að koma og æfa sig eða fara út á völl. Mikilvægt er að við hugsum vel um völlinn okkar og sláum aldrei af brautum, heldur færum boltann utan brautar og sláum þar ásamt því að nota vetrarteiga og -flatir. Við minnum á að til að spila völlinn þarf að skrá rástíma á Golfbox.


Formlegum opnunartímum á inniaðstöðunni er því lokið en golfhermirinn er ennþá opinn og fara bókanir fram á heimasíðunni eins og vanalega.


Ef veðrið helst gott þá er horft til þess að hægt verði að opna inn á sumarflatir á dögunum 15. - 20. apríl. Vonum það besta!Meðfylgjandi myndir eru teknar af vallarstarfsmönnum í dag, 31. mars 2022.


166 views0 comments

Comments


bottom of page