Túlkun viðbragðshóps GSÍ á reglugerðinni sem tók gildi 25. mars heimilar golfklúbbum opnun með ákveðnum takmörkunum og því höfum við ákveðið að opna æfingasvæðið okkar frá og miðvikudeginum 31. mars kl. 10:00.
Athugið að skrifstofan verður opin til kl. 17.00 á miðvikudaginn 31. mars til að fylla á boltakort en annars verður lokað yfir páskana.
Æfingasvæði Golfklúbbs Suðurnesja verður opið með eftirfarandi reglum:
Hámarksfjöldi á æfingasvæðinu eru 10 manns
Kylfingar skulu virða 2 metra regluna
Kylfingar skulu spritta körfur, bolta og snertiflöt á boltavél
Sprittbrúsar eru aðgengilegir við bása og boltavél
Kylfingar skulu sjálfir gæta að almennum sóttvörnum
Grímunotkun er skylda þegar farið er á milli bása
Almennar leiðbeiningar til kylfinga sem nýta sér æfingabása og boltavél:
Notið helst kylfuna við að draga bolta úr bakka að þeim stað sem slegið er
Forðist óþarfa snertingu á golfboltum t.d. við tíun (nota hanska eða kylfu við tíun ef mögulegt)
Skilið körfum á sinn stað við boltavél og sótthreinsið hana að lokinni notkun
Stranglega er bannað að týna bolta af svæðinu
Skrifstofa GS er opin virka daga og hægt að fylla á boltakort á skrifstofutíma.
Grímuskylda er í klúbbhúsinu og 10 manns að hámarki geta verið í húsnæðinu
Golfiðkun er áfram heimil utandyra og geta félagsmenn því leikið vetrarvöllinn.
Völlurinn er eingöngu opinn félagsmönnum GS
Skylda er að skrá sig í rástíma á Golfbox
Félagsmenn skulu virða 2 metra reglu
Enginn sameiginlegur búnaður eða snertifletir
Gæta skal að almennum sóttvörnum
Nú styttist í vorið og viljum við því ítreka við kylfinga sem heimsækja okkur að fara varlega og gæta vel að sóttvörnum. Skrifstofa GS er opin og hægt að fylla á boltakort á skrifstofutíma. Grímuskylda er í klúbbhúsinu og 10 manns að hámarki geta verið í húsnæðinu.
Comments