top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmót golfklúbba

Þá er komið að Íslandsmóti golfklúbba, 1. deild karla og kvenna og á Golfklúbbur Suðurnesja lið í báðum flokkum. Mótið er spilað bæði hjá Golfklúbbnum Oddi og Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Á morgun, fimmtudag spilar kvennasveitin í Oddi og eiga fyrri leikinn við GM og seinni leikinn við GKG. Karlaliðið spilar í GKG og etur kappi fyrst við Keili og svo GR. Liðin spila svo tvo leiki á föstudag og lokaleikurinn er á laugardagsmorgun.

Karlasveitina skipa:

Sigurpáll Sveinsson, Björgvin Sigmundsson, Pétur Þór Jaidee, Rúnar Óli Einarsson, Róbert Smári Jónsson, Hafliði Már Brynjarsson, Logi Sigurðsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Liðsstjóri er Jóhann Páll Kristbjörsson

Kvennasveitina skipa:

Andrea Ásgrímsdóttir, Laufey Jóna Jónsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Rut Þorsteinsdóttir, Elínóra Einarsdóttir, Kinga Korpak, Auður Ásgrímsdóttir og Helga Sveinsdóttir. Liðsstjóri er Sigríður Erlingsdóttir.

Við óskum þeim góðs gengis og hvetjum jafnframt félaga til að mæta í Odd eða GKG og fylgjast með þeim.

Allar upplýsingar um mótið er hægt að finna hér.

Á myndinni eru liðsstjórarnir Jóhann Páll og Sigríður.

3 views0 comments

Kommentare


bottom of page