top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmót golfklúbba – sveitir eldri kylfinga

Dagana 16.–18. ágúst fara Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga fram. GS karlar leika á heimavelli en GS konur í Öndverðanesi.

Þar sem leikið verður á heimavelli eru félagar hvattir til að fjölmenna á Hólmsvöll og fylgjast með, þá er alltaf nóg að gera fyrir sjálfboðaliða – bara setja sig í samband við Andreu, framkvæmdastjóra, eða John Berry, formann mótanefndar.

Karlasveit GS skipa:

Guðmundur Sigurjónsson, Guðni Vignir Sveinsson, Gunnlaugur Kristinn Unnarsson, Hilmar Björgvinsson, Kristján Björgvinsson, Óskar Halldórsson, Páll Ketilsson, Sigurður Sigurðsson og Þröstur Ástþórsson. Liðsstjóri er Jóhann Páll Kristbjörnsson.

Kvennasveit GS skipa:

Hafdís Ævarsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Karitas Sigurvinsdóttir, Magdalena Sirrý Þórisdóttir, Ólafía Sigurbergsdóttir og Þóranna Andrésdóttir. Liðsstjóri er Sigríður Erlingsdóttir.

Sömu liðsstjórar stýrðu liðum GS í Íslandsmóti golfklúbba um síðastliðna helgi en þrátt fyrir það var ákveðið að gefa þeim annað tækifæri.

6 views0 comments

Comments


bottom of page