Íslandsmótið í golfi fer fram dagana 10.-13. ágúst á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og er Golfklúbbur Suðurnesja með sjö keppendur og er einn af níu golfklúbbum með keppendur í bæði kvenna - og karlaflokki.
Karlaflokkur:
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Logi Sigurðsson spiluðu manna best af sex GS mönnum þegar þeir komu báðar inn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins. Eru þeir félagar jafnir í fjórða sætinu ásamt tveimur öðrum en Andri Þór Björnsson (GR) á fjórum höggum undir pari leiðir mótið eftir fyrsta keppnisdaginn.
Kvennaflokkur:
Eftir erfiða byrjunarholu kom Fjóla Margrét Viðardóttir sér aftur í gang og lauk hringinn sinn á 78 höggum og situr í ellefta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Hulda Klara Gestsdóttir (GKG) og Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) léku báðar á 70 höggum og eiga tveggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn.
Til að fylgjast með framvindu mótsins: https://www.golfbox.dk/livescoring/tour/?language=2057#/competition/3690660/leaderboard
Comments