top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmóti golfklúbba 65 ára og eldri lokið

Íslandsmóti golfklúbba 65 ára og eldri fór fram dagana 10. og 11. ágúst. Golfklúbbur Suðurnesja sendi karla- og kvennalið í mótið. Karlarnir spiluðu í 2. deild á Selfossi þar sem 4 lið tóku þátt. Þeir hófu leik gegn heimamönnum í GOS. Sá leikur vannst 2-1 þar sem tvímenningarnir unnust en fjórleikurinn tapaðist. Næst var leikið gegn Leyni frá Akranesi og unnu okkar drengir þann leik 2.5-0.5. Þriðji og síðasta leikurinn var gegn Flúðum. Sá leikur tapaðist hinsvegar 2-1 en þessir 5.5 vinningar dugðu til að sigra deildina og leika okkar menn þvi í 1. deild að ári.


Kvennaliðið okkar lék í 1. deild þar sem 7 lið tóku þátt. Okkar konur voru í riðli með NK, GK og GM. Eftir tap gegn NK og GK gerðu okkar konur jafntefli við GM sem tryggði þeim 3. sætið í riðlinum og því leik við GKG um 5. sætið. Sá leikur var gegn GKG og vannst hann eftir æsispennandi bráðabana og 5. sætið því okkar. Flottur árangur hjá liðinu og eiga þær sæti í 1. deild að ári.

Golfklúbbur Suðurnesja óskar báðum liðum til hamingju með árangurinn.





198 views0 comments

コメント


bottom of page