top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Óleyfilegt að veiða bolta í Leirunni

Á fundi sínum þann 3. júlí s.l. ákvað stjórn Golfklúbbs Suðurnesja að banna veiðar á golfboltum í tjörnum og fjöru Leirunnar. Kylfingar mega sækja sinn eigin bolta í torfærur eða út fyrir vallarmörk en umfram það er þeim óheimilt að tína bolta.

Á hverju ári eru leiknir í kringum 20 þúsund golfhringir á Hólmsvellir í Leiru, það eru margir boltar sem lenda þar af leiðandi í Bergvíkinni eða á öðrum lítt spennandi stöðum. Héðan í frá verður það í verkahring vallarstarfsmanna GS að veiða þessa bolta og munu þeir svo vera seldir í golfverslun GS – allur ágóði af sölu vatnaboltanna mun renna óskiptur í barna- og unglingastarf klúbbsins.

Fyrir hönd stjórnar, Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður

2 views
bottom of page