Hér koma úrslit úr Leirumótinu sem haldið var um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og telur til stiga á heimslista. Mótið var haldið í samstarfi við Golfbúðina í Hafnarfirði og Courtyard by Marriott.
Í kvennaflokki sigraði Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún spilaði jafnt golf alla þrjá hringina og sigraði með yfirburðum. Hún spilaði hringina þrjá á 219 höggum eða 3 yfir pari (74-73-72). Í öðru sæti var Saga Traustadóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún spilaði hringina þrjá á 227 höggum eða 11 yfir pari (78-77-72). Í þriðja sæti var svo Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar á 233 höggum eða 17 yfir pari (76-79-78).
Úrslit í kvennaflokki:
1. Berglind Björnsdóttir (GR): 219 högg, +3 (74-73-72)
2. Saga Traustadóttir (GR): 227 högg, +11 (78-77-72)
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 233 högg, +17 (76-79-78)
Í karlaflokki sigraði Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili af miklu öryggi. Hann spilaði frábært golf alla dagana við erfiðar aðstæður. Hann spilaði hringina þrjá á 205 höggum eða 11 höggum undir pari (66-70-68). Í öðru sæti endaði Andri Már Óskarsson á 211 höggum eða 5 höggum undir pari (69-70-72). Mikil barátta var um þriðja sætið sem endaði þannig að þrír kylfingar deildu með sér þriðja sætinu á 215 höggum eða 1 undir pari. Það voru Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis (70-77-68), Birgir Björn Magnússon úr Golfklúbbnum Keili (75-69-71 og Ingi Þór Ólafson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (70-74-71).
Úrslit í karlaflokki:
Axel Bóasson (GK): 205 högg, -11 (66-70-68)
Andri Már Óskarsson (GOS): 211 högg, -5 (69-70-72)
T3. Fannar Ingi Steingrímsson (GHG): 215 högg, -1 (70-77-68)
T3. Birgir Björn Magnússon (GK): 215 högg, -1 (75-69-71)
T3. Ingi Þór Ólafson (GM): 215 högg, -1 (70-74-71)
Á lokadeginum voru bestu aðstæður mótsins en lítill vindur var en úrkoma nánast allan tímann. Það sást á spilamennsku kylfinga en meðalskor dagsins var næstum fimm höggum lægra í dag heldur en t.d. í gær.
Golfklúbbur Suðurnesja þakkar öllum keppendum og öðrum gestum fyrir komuna og samveruna um helgina.
Verðlaunahafar í karlaflokki.
Ingi Þór Ólafson (GM), Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) og Birgir Björn Magnússon (GK) deildu þriðja sætinu í karlaflokki.
Auður Ýr Ásmundsdóttir (GA) var í þriðja sæti í kvennaflokki.
Axel Bóasson (GK), sigurvegari í karlaflokki.
Andri Már Óskarsson (GOS) var í öðru sæti í karlaflokki.
Berglind Björnsdóttir (GR), sigurvegari í kvennaflokki.
Verðlaunahafar í kvennaflokki, Saga, Berglind og Andrea.
Saga Traustadóttir var í öðru sæti í kvennaflokki.
Comentarios