top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Úrslit úr Ljósanæturmótið GS og Hótel Keflavíkur

Ljósanæturmót GS og Hótel Keflavíkur - Diamond Suites var leikið í mildu veðri á Hólmsvelli sl. sunnudag. Ræst var út frá kl. 9:00 og voru yfir hundruð kylfingar skráðir til leiks. Keppt var í punktakeppni karla og kvenna og höggleik af gulum teigum. Unnur B. Johnsen sigraði punktakeppni kvenna á 39 punktum, Þorlákur S.H. Ásbjörnsson karlaflokkinn á 42 punktum og Róbert Smári Jónsson höggleikinn á -2 eða 69 höggum. Einnig voru nándir á öllum par 3 holunum. Bjarni Guðmundur Jónsson gerði sér lítið og hirti tvær nándir og varð í þriðja sæti í punktakeppninni.

 

Annars urðu helstu úrslit eftirfarandi:

 

Kvenna – punktakeppni:

  1. Unnur B. Johnsen, GKG, 39 punktur

  2. Ingibjörg Magnúsdóttir, GS, 35 punktar – best á seinni 9

  3. Irmý Rós Þorsteinsdóttir, GG, 35 punktar – betri á seinni 9

  4. Guðbjörg Pétursdóttir, GS, 35 punktar

 

Karlar – punktakeppni

  1. Þorlákur S.H. Ásbjörnsson, GS, 42 punktar

  2. Elías Jónsson, GÚ, 41 punktar

  3. Bjarni G. Jónsson, 37 punktar – bestur á seinni 9

  4. Páll Antonsson, GSG, 37 punktar – betri á síðustu 6

 

Höggleikur

  1. Róbert Smári Jónsson, GS, 69 högg

  2. Örn Ævar Hjartarson, GS, 72 högg

  3. Björgvin Sigmundsson, GS, 73 högg

 

Nándarverðlaun:

  • 5.braut – Sara Guðmundsdóttir, GS, 386cm

  • 9.braut – Snorri R.W. Davíðsson, GS, 265cm

  • 12.braut – Bjarni G. Jónsson, GÚ, 242cm

  • 16.braut – Bjarni G. Jónsson, GÚ, 127cm

 

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur. Við þökkum einnig Hótel Keflavíkur fyrir ómetanlegt samstarf við Golfklúbb Suðurnesja.


Hægt verður að vitja vinninga á skrifstofu GS frá og með þriðjudegi 10.sept en einnig má senda línu á gs@gs.is og við komum vinningunum til skila.




25 views0 comments

Comments


bottom of page