top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Þorsteinn kom, sá og sigraði Stigamót 6

Þorsteinn Kristinsson átti sinn besta golfhring á þriðjudaginn og sigraði hann örugglega sjötta Stigamótið á 46 punktum. Annel Fannar Annelsson varð í öðru sæti á 42 punktum á meðan fjórir félagsmenn komu inn á 40 punktum. Einar Snorrason var hlutskarpastur af þeim með fleiri punkta yfir síðustu sex holunum. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sigraði höggleikinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins og Grétar Helgason var næstur 16.holu á 1.56m.


Nú er sex umferðum lokið í Stigamóti GS fyrir árið 2023 og eru Oddgeir Karlsson og Rúnar Sigurvinsson efstir og jafnir með 180 punkta á meðan Örn Ævar Hjartarson fylgir þeim fast á eftir í þriðja sæti með 177 punkta.


Svandís Þorsteinsdóttir leiðir áfram keppni kvenna á 162 punktum og er Eva Stefánsdóttir í öðru sætinu með 144 punkta. Guðný Gunnarsdóttir er í því þriðja á 137 punktum, 25 punktum á eftir Svandísi á meðan Guðný á enn inni eitt Stigamót.


Stigamót 7 verður haldið 22.ágúst og opið er fyrir skráningu í Golfbox. Staða leikmanna eftir sex umferðir er hér: https://tour.golfbox.dk/Site/OrderOfMerit/197792/


Stigamót 6 úrslit:


Punktakeppni:

  1. Þorsteinn Kristinsson 46 punktar

  2. Annel Fannar Annelsson 42

  3. Einar Snorrason 40 (L6)

Höggleikur


  1. Guðmundur R. Hallgrímsson 69 högg

Nándarverðlaun 16.holu


  1. Grétar Helgason 1.56 m

Stigamót karla GS 2023:


  1. Oddgeir E. Karlsson 180 punktar

  2. Rúnar M. Sigurvinsson 180

  3. Örn Ævar Hjartarson 177


Stigamót kvenna GS 2023:


  1. Svandís Þorsteinsdóttir 162 punktar

  2. Eva Stefánsdóttir 144

  3. Guðný Gunnarsdóttir 137






183 views0 comments

Comments


bottom of page