Golfklúbbur Suðurnesja
Að láta bolta falla
Við eigum að láta boltann falla úr hnéhæð. Ekki ofar og ekki neðar. Ef við ruglumst getum við leiðrétt, áður en við sláum boltann.
Þegar við látum bolta falla höfum við alltaf ákveðið lausnarsvæði.
Boltinn verður að lenda innan lausnarsvæðisins. Annars „telur“ tilraunin ekki og við reynum aftur. Og boltinn verður að stöðvast innan lausnarsvæðisins. Geri hann það ekki „telur“ tilraunin og við látum boltann falla aftur. Ef boltinn rúllar út fyrir lausnarsvæðið í annarri tilraun leggjum við boltann þar sem hann lenti í annarri tilraun. Boltinn má ekki lenda á okkur eða útbúnaði. Þá „telur“ tilraunin ekki. Í lagi ef boltinn lendir á jörðinni og skoppar svo í okkur eða útbúnað.