top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja 2020 verður haldinn fimmtudaginn 3. desember næstkomandi kl. 18:00. Vegna Covid 19 verður fundurinn rafrænn (ef reglur um samkomutakmarkanir rýmkast fram að aðalfundi verður mögulega einnig hægt að sækja fundinn í klúbbhúsinu í Leirunni).


Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár.

3. Reikningar lagðir fram og skýrðir.

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Atkvæðagreiðsla um reikningana.

5. Lagabreytingar.

6. Lögð fram tillaga um gjaldskrá.

7. Kosning formanns.

8. Kosning fjögurra stjórnarmanna.

9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

10. Önnur mál.Þeir félagsmenn GS sem hafa áhuga á því að sitja aðalfundinn eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á gs@gs.is og skrá sig til þátttöku. Fram þarf að koma fullt nafn og kennitala félagsmanns. Þegar nær dregur fundi verður fundraboð sent út á netföng þeirra sem hafa skráð sig. Þannig er hægt að tryggja að sem flestir félagar geti tekið þátt í fundinum og greitt atkvæði þegar þess gerist þörf. Þeir sem hafa atkvæðisrétt eru allir félagsmenn GS 18 ára og eldri sem greitt hafa árgjald þess starfsárs sem er að ljúka og mættir eru á aðalfund.


Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist skrifstofu GS minnst viku fyrir aðalfund.


Í 10. grein laga GS segir: Stjórn golfklúbbsins skipa níu menn; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og fimm meðstjórnendur. Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmann til vara. Stjórnarmenn golfklúbbsins skal kjósa á aðalfundi. Kosning skal vera leynileg fari einhver fundarmanna fram á það. Kjósa skal formann sérstaklega til eins árs og fjóra meðstjórnendur til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi fleiri en fjórir meðstjórnendur úr stjórninni. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin skal funda a.m.k. mánaðarlega. Stjórnin getur tekið ákvarðanir um málefni klúbbsins ef meirihluti stjórnarmanna mætir á fundinn og aðrir stjórnarmenn hafa sannanlega verið boðaðir með tölvupósti eða á annan hátt. Hún kemur fram fyrir hönd golfklúbbsins og tilnefnir fulltrúa á Golfþing GSÍ. Stjórn golfklúbbsins setur reglur um umgengni á golfvellinum.


Við hvetjum alla félaga sem bera hag klúbbsins fyrir brjósti og hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til að tryggja áframhaldandi uppgang hans, að gefa kost á sér til stjórnar- eða nefndarstarfa og tilkynna það framkvæmdastjóra á netfangið andrea@gs.is eigi síðar en viku fyrir fund.Stjórn GS

216 views0 comments

Comments


bottom of page