top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja haldinn í gær

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja 2024:

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í gær 27. nóvember í klúbbhúsi félagsins í Leiru.  Fundurinn var fjölmennur í þessu sinni þar sem rétt tæplega 60 félagsmenn mættu.

 

Fundarstjórn:

  • Sveinn Björnsson, formaður GS bauð fundargesti velkomna

  • Sveinn stakk upp á Friðjón Einarssyni sem fundarstjóra

  • Friðjón tók við stjórn fundarins og lagði til að fundarritari yrði Róbert Sigurðarson.

 

Skýrsla stjórnar:

  • Sveinn Björnsson, formaður klúbbsins, gerði grein fyrir skýrslu stjórnar.

  • Örn Ævar, gjaldkeri GS, gerði ítarlegra grein fyrir reikningunum.

  • Skýrsla stjórna og reikningar voru lagðir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

 

Helstu rekstrartölur:

  • Rekstrartekjur voru rúmar 141,1 milljónir. 

  • Rekstrargjöld tæpar 129,5 milljónir.

  • Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði voru 11,6 milljónir

  • Hagnaður af reglulegri starfsemi var 1,2 milljónir sem er +131,5% samanborðið við árið 2023, þegar tapið var 3,8 milljónir.

 

 

Heiður og viðurkenningar:

  • Kylfingar ársins: Fjóla Margrét og Logi Sigurðsson.

  • Sjálfboðaliðar ársins: Gísli Grétar Björnsson og Örn Ævar Hjartarson.  

  • Gísli Grétar var einnig nýlega tilnefndur af klúbbnum sem sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ.

 

Félagsgjöld:

Aðildarfélagsgjald GSÍ fyrir árið 2025:

  • Samþykkt var á Golfþingi GSÍ árið 2023 að aðilarfélagsgjald GSÍ fyrir árið 2025 verði6.800 kr.

  • Þetta gjald er innifallið í félagsgjöldunum, en GS sér um að skila gjaldinu aftur til GSÍ.


Félagsgjöld GS árið 2025:

  • Örn Ævar, gjaldkeri GS, fór yfir tillögu stjórnar um félagsgjöldin fyrir árið 2025. Tilagan var lögð undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Fjárhagsáætlun GS árið 2025:

  • Örn Ævar lagði fram Fjárhagsáætlun ársins 2025 til kynningar.


Félagsgjöld fyrir 2025:

  • 0-14 ára: 0 kr.

  • 15-18 ára: 32.850 kr. (30% af grunngjaldi, 26.050 kr. til reksturs GS).

  • 19-26 ára: 65.700 kr. (60% af grunngjaldi, 58.900 kr. til reksturs GS).

  • 27-66 ára: 109.500 kr. (grunngjald GS, 102.700 kr. til reksturs GS).

  • 67 ára og eldri: 82.125 kr. (75% af grunngjaldi, 75.325 kr. til reksturs GS).

  • Örorkubótaþegar: 54.750 kr. (50% af grunngjaldi, 47.950 kr. til reksturs GS).

  • Hjónagjald: 98.550 kr. (per einstakling, 91.750 kr. til reksturs GS).

  • Nýliðagjald ár 1: 65.700 kr. (60% af grunngjaldi, 58.900 kr. til reksturs GS).

  • Nýliðagjald ár 2: 87.600 kr. (80% af grunngjaldi, 80.800 kr. til reksturs GS).

  • Fjaraðild (lögheimili fyrir utan Suðurnesja): 43.800 kr. (40% af grunngjaldi, 37.000 kr. til reksturs GS).

  • Aukaklúbbsaðild: 32.850 kr. (í öðrum golfklúbbi og lögheimili fyrir utan Suðurnesja, 32.850 kr. til reksturs GS).

 

Lagabreytingar:

Engar lagabreytingar voru lagaðar fram í ár.

 

Kosning og stjórn:

  • Nýr formaður klúbbsins: Sveinn Björnsson

  • Kosning nýrra meðlima:

    • Gunnar Ellert Geirsson, Guðrún Þorsteinsdóttir og Vignir Elísson voru kosnir nýir meðlimir í stjórn til næstu tveggja ára

    • Ragnar Olsen var kosinn til eins árs.  

  • Úr stjórn gengu:

    • Róbert Sigurðarson og Ólöf Einarsdóttir. Þeim var þakkað fyrir sín störf.

 

Ný stjórn klúbbsins fyrir árið 2025:

  • Formaður: Sveinn Björnsson

  • Aðrir stjórnarmenn:

    • Guðrún Þorsteinsdóttir

    • Gunnar Ellert Geirsson

    • Karitas Sigurvinsdóttir

    • Ragnar Olsen

    • Vignir Elísson

    • Örn Ævar Hjartarson

 

Skoðunarmenn:

  • Sesselja Árnadóttir

  • Friðjón Einarsson

  • Ingvar Eyfjörð (varamaður)

 

Stjórnin þakkar félagsmönnum fyrir góða mætingu og málefnilegar umræður.

 

 







360 views0 comments

Kommentare


bottom of page