Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja 2024:
Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í gær 27. nóvember í klúbbhúsi félagsins í Leiru. Fundurinn var fjölmennur í þessu sinni þar sem rétt tæplega 60 félagsmenn mættu.
Fundarstjórn:
Sveinn Björnsson, formaður GS bauð fundargesti velkomna
Sveinn stakk upp á Friðjón Einarssyni sem fundarstjóra
Friðjón tók við stjórn fundarins og lagði til að fundarritari yrði Róbert Sigurðarson.
Skýrsla stjórnar:
Sveinn Björnsson, formaður klúbbsins, gerði grein fyrir skýrslu stjórnar.
Örn Ævar, gjaldkeri GS, gerði ítarlegra grein fyrir reikningunum.
Skýrsla stjórna og reikningar voru lagðir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
Helstu rekstrartölur:
Rekstrartekjur voru rúmar 141,1 milljónir.
Rekstrargjöld tæpar 129,5 milljónir.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði voru 11,6 milljónir
Hagnaður af reglulegri starfsemi var 1,2 milljónir sem er +131,5% samanborðið við árið 2023, þegar tapið var 3,8 milljónir.
Heiður og viðurkenningar:
Kylfingar ársins: Fjóla Margrét og Logi Sigurðsson.
Sjálfboðaliðar ársins: Gísli Grétar Björnsson og Örn Ævar Hjartarson.
Gísli Grétar var einnig nýlega tilnefndur af klúbbnum sem sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ.
Félagsgjöld:
Aðildarfélagsgjald GSÍ fyrir árið 2025:
Samþykkt var á Golfþingi GSÍ árið 2023 að aðilarfélagsgjald GSÍ fyrir árið 2025 verði6.800 kr.
Þetta gjald er innifallið í félagsgjöldunum, en GS sér um að skila gjaldinu aftur til GSÍ.
Félagsgjöld GS árið 2025:
Örn Ævar, gjaldkeri GS, fór yfir tillögu stjórnar um félagsgjöldin fyrir árið 2025. Tilagan var lögð undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun GS árið 2025:
Örn Ævar lagði fram Fjárhagsáætlun ársins 2025 til kynningar.
Félagsgjöld fyrir 2025:
0-14 ára: 0 kr.
15-18 ára: 32.850 kr. (30% af grunngjaldi, 26.050 kr. til reksturs GS).
19-26 ára: 65.700 kr. (60% af grunngjaldi, 58.900 kr. til reksturs GS).
27-66 ára: 109.500 kr. (grunngjald GS, 102.700 kr. til reksturs GS).
67 ára og eldri: 82.125 kr. (75% af grunngjaldi, 75.325 kr. til reksturs GS).
Örorkubótaþegar: 54.750 kr. (50% af grunngjaldi, 47.950 kr. til reksturs GS).
Hjónagjald: 98.550 kr. (per einstakling, 91.750 kr. til reksturs GS).
Nýliðagjald ár 1: 65.700 kr. (60% af grunngjaldi, 58.900 kr. til reksturs GS).
Nýliðagjald ár 2: 87.600 kr. (80% af grunngjaldi, 80.800 kr. til reksturs GS).
Fjaraðild (lögheimili fyrir utan Suðurnesja): 43.800 kr. (40% af grunngjaldi, 37.000 kr. til reksturs GS).
Aukaklúbbsaðild: 32.850 kr. (í öðrum golfklúbbi og lögheimili fyrir utan Suðurnesja, 32.850 kr. til reksturs GS).
Lagabreytingar:
Engar lagabreytingar voru lagaðar fram í ár.
Kosning og stjórn:
Nýr formaður klúbbsins: Sveinn Björnsson
Kosning nýrra meðlima:
Gunnar Ellert Geirsson, Guðrún Þorsteinsdóttir og Vignir Elísson voru kosnir nýir meðlimir í stjórn til næstu tveggja ára
Ragnar Olsen var kosinn til eins árs.
Úr stjórn gengu:
Róbert Sigurðarson og Ólöf Einarsdóttir. Þeim var þakkað fyrir sín störf.
Ný stjórn klúbbsins fyrir árið 2025:
Formaður: Sveinn Björnsson
Aðrir stjórnarmenn:
Guðrún Þorsteinsdóttir
Gunnar Ellert Geirsson
Karitas Sigurvinsdóttir
Ragnar Olsen
Vignir Elísson
Örn Ævar Hjartarson
Skoðunarmenn:
Sesselja Árnadóttir
Friðjón Einarsson
Ingvar Eyfjörð (varamaður)
Stjórnin þakkar félagsmönnum fyrir góða mætingu og málefnilegar umræður.
Kommentare