Sunnudaginn 2. desember kl. 16.00 verður aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja haldinn í Leirunni
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, meðal þeirra er kosning formanns og fjögurra stjórnarmanna. Jóhann Páll Kristbjörnsson er einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn, hins vegar gefa fimm kost á sér í stjórn og mun því þurfa að greiða atkvæði um þau. Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn GS 18 ára og eldri sem greitt hafa árgjald þess starfsárs sem er að ljúka og mættir eru á aðalfund.
Þessi fimm eru (í stafrófsröð):
Guðni Sigurðsson Gunnar Þór Jóhannsson John Berry Róbert Sigurðarson Sigríður Erlingsdóttir Þá mun stjórn leggja fram nýjar reglugerðir á fundinum fyrir Meistaramót GS og Stigamót GS (Þ-mót)
Comments