top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Airport Associates gefur klúbbnum sjónvarp

Ægilegt ástand skapaðist í klúbbhúsinu þegar sjónvarpið gaf upp öndina í miðri Heimsmeistarakeppni. Framkvæmdastjórinn auglýsti á spjallinu hvort einhver velviljaður félagsmaður gæti brugðist við þessari krísu og lánað klúbbnum sjónvarp. Forstjóri Airport Associates sá póstinn og var ekki lengi að bregðast við, Airport Associates gaf Golfklúbbnum sjónvarp og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Áfram Ísland! Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður

1 view0 comments

Comments


bottom of page