top of page

Alexander og Pétur með sigur í Stigamóti nr. 2

  • Writer: Golfklúbbur Suðurnesja
    Golfklúbbur Suðurnesja
  • Jun 11
  • 2 min read

 

Annað Stigamót sumarsins fór fram á Hólmsvelli 10. júní með 50 þátttakendum og góðri stemningu. Keppt var í punktakeppni og höggleik, þar sem hart var barist um efstu sætin.


Alexander Aron Hannesson fór með sigur af hólmi í punktakeppninni með 43 punkta. Pétur Þór Jaidee sigraði höggleikinn annað mótið í röð með glæsiskori – 68 högg.

Örvar Sigurðsson var næstur holu a 16.holu – 3,26 m frá.


Verðlaun í mótinu voru í boði Public Deli og færum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.


Punktakeppni – efstu sætin:

  1. Alexander Aron Hannesson – 43 punktar

  2. Bylgja Dís Erlingsdóttir – 40 punktar

  3. Ólöf Einarsdóttir – 37 punktar (besti síðari hringur)


Höggleikur (nettó):

  1. Pétur Þór Jaidee – 68 högg

  2. Snorri Rafn William Davíðsson – 75 högg

  3. Sigurður Stefánsson – 75 högg


Staðan eftir tvö Stigamót:

Keppnin heldur áfram að þróast með spennandi hætti - sérstaklega í kvennaflokki þar sem þrjár konur deila öðru sætinu með jafn mörg stig. Bylgja Dís Erlingsdóttir leiðir með 70 stig. Í karlaflokki hefur Ingi Rafn William Davíðsson tekið forystuna með stöðugum árangri í báðum mótum – en aðeins 5 stig skilja að efstu fimm sætin.


Karlar

  1. Ingi Rafn William Davíðsson – 74 stig

  2. Pétur Þór Jaidee – 73 stig

  3. Hafliði Már Brynjarsson – 71 stig

  4. Stefán Sigurðsson – 71 stig

  5. Davíð Jónsson – 69 stig


Heildarstaðan í karlaflokki eftir tvær umferðir:



Konur

  1. Bylgja Dís Erlingsdóttir – 70 stig

  2. Guðný Ólöf Gunnarsdóttir – 67 stig

  3. Guðrún Þorsteinsdóttir – 67 stig

  4. Karitas Sigurvinsdóttir – 67 stig

  5. Anna María Sveinsdóttir – 61 stig

 

Heildarstaðan í kvennaflokki eftir tvær umferðir:



Næsta Stigamót;


Þriðja Stigamót sumarsins fer fram þriðjudaginn 1. júlí og er nú opið fyrir skráningu í Golfbox (https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4974637).  Við hvetjum kylfinga á öllum getustigum til að taka þátt!


 
 
 

Comments


bottom of page