Golfklúbbur Suðurnesja
Andrea ráðin framkvæmdastjóri GS
Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til að taka við starfi framkvæmdastjóra en Gunnar Þór Jóhannsson mun láta af störfum í lok febrúar.

Ég tel okkur GSinga afar lánsama að fá Andreu til lið við okkur, hún hefur dýrmæta reynslu og menntun sem kemur til með að nýtast vel í starfi hennar sem framkvæmdastjóri GS. Fyrir hönd okkar GSinga býð ég Andreu velkomna í Golfklúbb Suðurnesja. Afram GS!
Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja