top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Bændaglíma og lokahóf GS í boði afrekskylfinga GS

Bændaglíma Golfklúbbs Suðurnesja fer fram laugardaginn 17. september. Klúbbmeistararnir Andrea Ásgrímsdóttir (rauða liðið) og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (bláa liðið) verða bændur þetta árið. Leikin verður holukeppni með forgjöf.


Glæsilegt lokahóf GS verður um kvöldið þar sem sigurvegarar sumarsins verða krýndir ásamt sjálfboðaliða ársins.

Hér eru nauðsynlegar upplýsingar varðandi þennan flotta viðburð: Skráning á Golfbox - Lýkur kl. 11.30 á föstudaginn. Shotgun kl. 12.00 á laugardaginn (mæting ekki seinna en kl. 11.30). Bændur draga í lið um leið og skráningu lýkur á föstudaginn og þá verða liðin opinberuð.

Lokahóf: Húsið opnar kl. 19.00 Matur. Mixed grill í boði Sigga Palla og Sigga Sig. Verðlaunaafhending eftir sumarið. Sjálfboðaliði GS 2022 krýndur. Pub Quiz og almenn gleði, Heyrst hefur að Logi Sig taki lagið og að Siggi Palli verði með látbragðsleik. Verð (mót og lokahóf): 5.000 kr. Lokahóf: 3.500 kr. - skráning á gs@gs.is






495 views0 comments

Comments


bottom of page