top of page

Búið að semja við Issa

Writer: Golfklúbbur SuðurnesjaGolfklúbbur Suðurnesja

Þær fréttir að Issi verður áfram í Leirunni ættu að gleðja GSinga. Issi kom inn s.l. haust og hefur gert mjög góða hluti sem hafa fallið í kramið hjá félögum í GS.

Það hefur verið vilji stjórnar að halda Issa innan okkar raða enda mikill fengur í honum (margur er knár þótt hann sé smár), stjórnin hefur því komist að samkomulagi við Issa um að hann sjái um veitingasöluna í Leirunni þetta árið. Þeir sem til þekkja vita hversu mikill fagmaður er þarna á ferð og sést það best á þvílíkum stakkaskiptum klúbbhúsið hefur tekið eftir innkomu Issa & co.

Við bjóðum Issa og Hjördísi velkomin í Leiruna!

Jóhann Páll, formaður

 
 

Comments


bottom of page