top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Breytingar á veitingasölunni

Samningi milli Golfklúbbs Suðurnesja og Axels Axelssonar um rekstur veitingasölunnar á Hólmsvelli í Leiru hefur verið rift. Stjórnin þakkar Axeli fyrir ágætis samstarf í sumar og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Við höfum hins vegar fengið liðsauka til að aðstoða okkur með veitingasöluna í haust. Félagi í klúbbnum, Jóhann Issi Hallgrímsson (

ISSI – Fish & Chips), mun sjá um veitingasöluna og taka haustmótaröðina fyrir okkur. Vonandi að það sé bara byrjunin á fallegum vinskap 🙂

Fyrstu verk Issa & co. verða að taka eldhúsið algerlega í gegn; þrífa, mála og endurskipuleggja. Þar af leiðandi verður veitingasalan lokuð fyrst um sinn, en sjoppan verður með einhverjar hressingar á boðstólum fyrir kylfinga. Issi er ekki ókunnur veitingasölunni hjá GS, hann var okkur innan handar sem sölumaður fyrir nokkrum árum auk þess sem hann er GS-ingur eins og áður segir.

Við bjóðum Issa velkominn í hópinn!

0 views0 comments

Comments


bottom of page