top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Breytingar vegna tilmæla sóttvarnarlæknis

Vegna Covid ástandsins sem nú ríkir og vegna nýútkominna tilmæla sóttvarnalæknis verður ekkert af mótahaldi um helgina og vill Golfklúbbur Suðurnesja koma eftirfarandi á framfæri.


  • Hólmsvöllur verður opinn og hægt að bóka rástíma.

  • Veitingasala verður lokuð.

  • Hægt verður að greiða vallargjöld hjá starfsmanni og nota salernin en að öðru leyti verður klúbbhúsið lokað. Einnig er hægt að greiða vallargjöld á Golfbox við skráningu.

  • Rétt er að benda á að vinavallasamningar gilda ekki eftir 1. október og vallargjald er 4.000 kr.

Tilmælin sem höfð eru til hliðsjónar eru eftirfarandi:

  • Hvetj­um alla á höfuðborg­ar­svæðinu til að vera eins mikið heimavið og kost­ur er.

  • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborg­ar­svæðinu nema nauðsyn sé til.

  • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyr­ir viðburðum á höfuðborg­ar­svæðinu fresti þeim

  • Klúbb­ar, kór­ar, hlaupa­hóp­ar, hjóla­hóp­ar og aðrir hóp­ar sem koma sam­an geri hlé á starf­semi sinni.

  • Íþrótta­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu geri hlé á æf­ing­um og keppni í öll­um íþrótt­um.

  • Íþrótta­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu fresti keppn­is­ferðum út á land.

Við erum öll almannavarnir.


Með kveðju og von um að allir virði þessi tilmæli.

Starfsfólk GS.


Mynd: Róbert Sigurðarson, 8/10/20

213 views0 comments

Comments


bottom of page