top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Diamond Suites – hjóna- og parakeppni

Flott hjóna- og parakeppni með glæsilegum verðlaunum á Hólmsvelli þann 9. júní, leikfyrirkomulag er betri bolti. Allir keppendur ræstir út á sama tíma kl. 12.00 (Shotgun).


Eftir mótið verður glæsileg verðlaunaafhending og matur (innifalið í mótsgjaldi).

1. sæti: Gisting, Diamond Suites + óvissuferð kokksins fyrir tvo á KEF – að verðmæti 170.000 kr. 2. sæti: Tveggja manna herbergi á Hótel Kef + óvissuferð kokksins fyrir tvo á KEF – að verðmæti 67.900 kr. 3. sæti: Tveggja manna herbergi á Hótel Kef – að verðmæti 47.900 kr. 4. sæti: Óvissuferð kokksins fyrir tvo á KEF Restaurant að verðmæti 20.000 kr. 5. sæti: Hádegiverður fyrir tvo með kaffi á KEF Restaurant að verðmæti 5.000 kr. 6. sæti: Bílastæði á Hótel Kef upp í allt að þrjár vikur. 7. sæti: Bílastæði á Hótel Kef upp í allt að þrjár vikur.


Að auki fá allir keppendur glæsilega teiggjöf, Repair fyrir liði og bein að andvirði 4.000 kr. frá geoSilica

 

Veitt verða verðlaun fyrir næst holu á öllum par 3 holunum í boði Toyota Reykjanesbæ. Einnig verða veitt verðlaun fyrir næst holu í öðru höggi á 9. holu og fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á 6. holu í boði Golfbúðar Hafnarfjarðar.

Dregið verður úr skorkortum þar sem í verðlaun verða gjafabréf frá Kóda, Gallerí, Awarego, Langbest og Sápan.is

13 views0 comments

Comments


bottom of page