top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Endurmenntunar- og héraðsdómaranámskeið

Nýjar golfreglur tóku gildi um síðustu áramót. Þær eru afrakstur verkefnis sem sneri að því nútímavæða reglurnar til að mæta núverandi þörfum leiksins. Reglurnar eru mjög breyttar frá fyrri útgáfum og í ljósi þessu mun dómaranefnd GSÍ halda endurmenntunarnámskeið fyrir golfdómara og í framhaldi af því munu allir golfdómarar taka próf til að staðfesta kunnáttu sína á reglunum og viðhalda réttindum sínum. Fyrirkomulag prófanna verður kynnt á endurmenntunarnámskeiðinu.

Námskeiðin vera haldin 2. febrúar og 2. mars, kl. 9:00 – 15:00, í Íþrótta-miðstöðinni í Laugardal. Seinna námskeiðið er fyrir þá sem ekki komast á það fyrra. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrunum í beinni netútsendingu, hafi menn ekki tök á að mæta í Laugardalinn.

Dómaranefndin mælist til þess að allir golfdómarar mæti á námskeiðið en það er þó ekki krafa til að fá að taka endurmenntunarprófið.

Þeir sem hafa áhuga á að sitja námskeiðið og hafa ekki þegar tilkynnt þátttöku sína geta sent tölvupóst á netfangið domaranefnd@golf.is og tilgreint þar hvora dagsetninguna þeir velja eða horft á netútsendinguna.

 
2 views0 comments

Comments


bottom of page