top of page
 • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Ert þú næsti framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja?

Staða framkvæmdastjóra Golfklúbbs Suðurnesja (GS) er laus til umsóknar. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn GS, hann gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með daglegum rekstri hans.

Meginstarfsemi Golfklúbbs Suðurnesja fer fram í Leirunni. Þar er klúbbhúsið og skrifstofan, Hólmsvöllur (18 holu golfvöllur), Jóel (sex holu æfingavöllur), æfingasvæði, golfverslun og veitingasala. Yfir vetrartímann fer starfsemi klúbbsins að mestu fram í Golfakademíunni við Sunnubraut þar sem fullkomin inniæfingaaðstaða og golfhermir er til staðar.

Starfssvið:

 1. Yfirumsjón með og ábyrgð á daglegum rekstri, þar með talið starfsmanannahald, fjármál og samskipti við opinbera aðila

 2. Ábyrgð á þjónustu við klúbbmeðlimi sem og almenna kylfinga

 3. Gerð fjárhags- og starfsáætlana

 4. Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og nefndir klúbbsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

 1. Háskólamenntun og/eða menntun sem nýtist í starfi

 2. Þekking og reynsla af íþróttastarfi

 3. Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

 4. Færni í mannlegum samskiptum, samskiptahæfni og samstarfsvilji

 5. Jákvæðni og þjónustulund

 6. Góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli

 7. Haldgóð tölvukunnátta

 8. Reynsla af stjórnun

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf þar sem ástæða umsóknar er tilgreind. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður GS, í síma 771-2121 eða í netfanginu johann[at]gs.is. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf þann 1. febrúar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknum má skila rafrænt á netfangið gs[at]gs.is.

14 views

Comments


bottom of page