top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fjóla Margrét Íslandsmeistari í holukeppni 15-16 ára stúlkna

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar um síðastliðna helgi. Golfklúbbur Suðurnesja átti tvo keppendur að þessu sinni, en það voru þau Fjóla Margrét og Logi Sigurðsson. Fjóla Margrét gerði sér lítið fyrir og vann alla sína leiki og varð íslandsmeistari í 3. sinn á 2 árum. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 19. holu því Fjóla og Auður Snorradóttir voru jafnar eftir 18 holur. Fjóla tryggði 20 metra vipp sem innsiglaði glæsilegan sigur.

Logi Sigurðsson var efstur á stigalista GSÍ fyrir mótið og þurfti því ekki að spila í 16 manna úrslitum vegna dræmrar þátttöku. Í 8 manna úrslitum sigraði hann naumlega eftir bráðabana en í undanúrslitum tapaði hann á 17. holu. Logi endaði mótið á jákvæðum nótum og sigraði leikinn um bronsið örugglega 4/3.


Frábær árangur hjá okkar fremsta fólki á unglingamótaröðinni og óskar GS þeim til hamingu með árangurinn.




86 views0 comments

Comments


bottom of page