Frábær árangur hjá Fjólu (12 ára) sem vann Pamelu Ósk Hjaltadóttur (GR) rétt í þessu 1/0 í leik um þriðja sætið.
Fjóla lék til undanúrslita í morgun gegn Helgu Signý Pálsdóttur (GR) og tapaði þeim leik naumlega á lokaholunni.
Fjóla sýnir það og sannar að æfingin skapar meistarann en hún leggur sig hart fram og er einstaklega iðin og samviskusöm við æfingarnar. Á síðasta ári var hún heiðruð fyrir mestu lækkun forgjafar á lokahófi barna- og unglingahóps GS svo þessi frammistaða kemur svo sem ekkert á óvart. Þessi stelpa á eftir að ná langt.
Comments