top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fjóla Margrét og Sveinn Andri klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja árið 2024

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja lauk á laugardag eftir skemmtilega og viðburðaríka daga á vellinum þar sem veðrið spilaði vel með kylfingum alla daga. Í ár voru það 142 félagsmenn sem tóku þátt, sem er 22% aukning milli ára.


Margir góðir hringir sáust í mótinu og þar á meðal tíu hringir á eða undir pari vallar. Í meistaraflokki karla var það Sveinn Andri Sigurpálsson sem fór með sigur af hólmi á 278 höggum eða sex höggum undir pari. Er þetta fyrsti klúbbmeistaratitilinn hjá Sveinn Andra. Á eftir honum voru þeir Pétur Þór Jaidee í öðru sæti og Sigurpáll Geir Sveinsson í því þriðja.

 

Að þessu sinni var bara einn þátttakandi í meistaraflokks kvenna eða hún Fjóla Margrét Viðarsdóttir. Fjóla nýtti sér skemmtilegt tækifæri og spilaði á rauðum með 1.flokks kvenna. Þar setti Fjóla nýtt vallarmet á öðrum degi mótsins þegar hún spilaði á 70 höggum: Fjóla setti einnig nýtt vallarmet yfir 54 holur en hún spilaði hringja þrjá á samtals 217 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Er þetta annar klúbbmeistaratitillinn hennar Fjólu.

 

Í 1.flokk karla var það 16 ára Snorri Rafn Davíðsson sem stóð upp sem sigurvegari á 227 höggum sem er nýtt vallarmet yfir þrjá daga frá gulum. Snorri var tveimur höggum á undan föður sínum Davíð Jónssyni en Davíð setti einnig vallarmet frá gulum þegar hann lék fyrsta hringinn sinn á 73 höggum. Kristján Björgvinsson, fyrrum Íslandsmeistari 65+ ára, var í þriðja sæti.

 

Í 1.flokki kvenna var Sara Guðmundsdóttir sigurvegari en hún lék hringja þrjá á 292 höggum. Sigríður Erlingsdóttir var í öðru sætinu og Þorbjörg Heidi Johannsen í því þriðja.

 

Í 2.flokki karla var það 15 ára Skarphéðinn Óli Önnu Ingason sem vann flokkinn á 241 höggum. Í öðru sæti og 49 árum eldri en Skarphéðinn var Þorgeir Ver Halldórsson og Magnús Már Traustason var í því þriðja.

 

Í ár voru punktaflokkarnir þrír (karla, kvenna og 65+ ára). Garðar Gíslason vann karlaflokkinn á 115 punktum, Hafdís Hafsteinsdóttir kvennaflokkinn á 108 punktum á meðan Skúli Þorbergur Skúlason vann 65+ ára flokkinn á 85 punktum.


Nándarverðlaun voru veitt alla daga á öllum par 3 holum vallarins eða samtals 12 verðlaun sem 12 félagsmenn skiptu á milli sín.

 

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar vallarstarfsmönnum fyrir vel unninn störf og sjálfboðaliðum fyrir óeigingjarnt og frábært framlag til rekstur klúbbsins. Við óskum öllum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju með verðlaunin sem voru afhent á lokhófi klúbbsins í golfskálanum.


Úrslit úr öllum flokkum:


Meistaraflokkur karla

1.    Sveinn Andri Sigurpálsson       278 högg (75, 69, 69 og 65)

2.    Pétur Þór Jaidee                       290 högg  (71, 75, 73 og 71)

3.    Sigurpáll Geir Sveinsson              292 högg  (74, 76, 74 og 68)


Meistaraflokkur kvenna

1.    Fjóla Margrét Viðarsdóttir              217 högg (74, 70 og 73)

      Nýtt vallarmet yfir þrjá daga frá rauðum eða á 217 höggum

      Nýtt vallarmet frá rauðum á 70 höggum


1. flokkur kvenna

1.     Sara Guðmundsdóttir                    292 högg    (95, 97 og 100)

2.     Sigríður Erlingsdóttir                    306 högg (101, 100 og 105)

3.     Þorbjörg Heidi Johannsen            314 högg (115, 100 og 99)


1. flokkur karla

1.    Snorri Rafn William Davíðsson   227 högg (79, 74 og 74)

      Nýtt vallarmet frá gulum yfir þrjá daga eða á 227 höggum

2.    Davíð Jónsson                                    229 högg (73, 78 og 78)

      Nýtt vallarmet frá gulum á 73 högg um

3.    Kristján Björgvinsson                      236 högg (76, 82 og 78)


2. flokkur karla

1.    Skarphéðinn Óli Önnu Ingason     241 högg (77, 84 og 80)

2.    Þorgeir Ver Halldórsson                 249 högg (83, 82 og 84)

3.    Magnús Már Traustason                254 högg ( 84, 88 og 82)


Kvennaflokkur punktar

1.    Hafdís Hafsteinsdóttir                108 punktar (33, 42 og 33)

2.    Eygló Anna Tómasdóttir             105 (34, 36 og 35)

3.    Bryndís Ásta Reynisdóttir         104 (33, 39 og 32)


Öldungaflokkur 65+ ára punktar

1.    Skúli Þorbergur Skúlason             85 punktar (43 og 42)

2.    Jóhann Sigurbergsson                     65 (34 og 31)

3.     Snorri Gestsson                               63 (27 og 36)


Karlaflokkur punktar

1.     Garðar Gíslason                             115 punktar (34, 38 og 43)

2.     Ólafur Bergur Ólafsson               109 (36, 36 og 37)

3.     Daníel Örn Gunnarsson             106 (32, 35 og 39)



Næstur holu á 5. braut

Fimmtudag:   Adam Sigurðsson   1,88m

Föstudag:  Kristín Þóra Möller  1,44m

Laugardag:  Hólmgeir Hólmgeirsson  1,25m


Næstur holu á 9. braut

Fimmtudag:   Eva Stefánsdóttir 1,34m

Föstudag:  Óskar Þórmundsson 0.25m

Laugardag:  Róbert Smári Jónsson 2,01m


Næstur holu á 12. braut

Fimmtudag:  Guðmundur Freyr Sigurðsson 2,93m

Föstudag:  Brynjar Vilmundarson  2,74m

Laugardag:  Ásgeir Eiríksson    4,03m


 Næstur holu á 16. braut

Fimmtudag:   Björgvin Sigmundsson  0,68m

Föstudag:  Skúli Skúlason 0,42m

Laugardag:  Hafsteinn Barkarson  1.06m



364 views0 comments

Comments


bottom of page