Golfklúbbur Suðurnesja
FootJoy mátunardögum framlengt
Í samstarfi við ÍSAM hefur GSingum staðið til boða golffatnaður frá FootJoy á einstöku tilboðsverði. Ákveðið hefur verið að framlengja mátunardögunum til þriðjudagsins 25. apríl. – tilboðin eru fyrir alla GSinga!
Sýnishorn af því nýjasta fyrir karla og konur frá FootJoy eru hjá okkur í golfversluninni í Leiru. Einnig eru eintök af vind- og regnajökkum sem komnir eru úr framleiðslu á fáránlega góðu verði – takmarkað magn og stærðir.
Opnunartímar til að máta og panta:
Mánudagur 9.00–18.00 Þriðjudagur 9.00–18.00
