top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Frábær árangur í Íslandsbanka- og Áskorendamótaröðunum um helgina

Alls voru 10 keppendur frá Golfklúbbi Suðurnesja að keppa í GSÍ-mótunum um helgina, þrjú kepptu á Íslandsbankamótinu á Hellu og sjö á Áskorendamótinu á Selfossi. Sjö GS-ingar komust á verðlaunapall.

´ Í Íslandsbankamótinu lauk Zuzanna Korpak leik í þriðja sæti í aldursflokki 17-18 ára kvk., Logi Sigurðsson endaði í 28. sæti í flokki 15-16 ára kk, hins vegar stóð Kinga Korpak uppi sem afgerandi sigurvegari í aldursflokki 14 ára og yngri kvk. Hún lauk leik 20 höggum betri en sú sem lenti í öðru sæti. Í Áskorendamótinu áttum við sjö keppendur: Erna Rós Agnarsdóttir lenti í 2. sæti í flokki 15-18 ára kvk, Lovísa Björk Davíðsdóttir lenti í 4. sæti 14 ára og yngri kvk, Sören Cole K. Heiðarsson lenti í þriðja sæti pilta 12 ára og yngri, Snorri Rafn Willliam Davíðsson lenti í öðru sæti pilta 10 ára og yngri, Fjóla Margrét Viðarsdóttir lenti í öðru sæti og Ylfa Vár Jóhannsdóttir lenti í fjórða sæti stúlkna 10 ára og yngri og að lokum sigraði Auðunn Fannar Hafþórsson flokk pilta 14 ára og yngri.

Vel gert krakkar!

6 views0 comments

Comments


bottom of page