top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Frábærar vikur í Leirunni

Það er óhætt að segja að undanfarnar vikur hafi verið frábærar í Leirunni. Hólmsvöllur er í frábæru ástandi þó þurrkur sé aðeins farinn að plaga hann á vissum svæðum, eitthvað sem við þurftum ekki að hafa miklar áhyggjur af í fyrra.

Það er gleðiefni hve góð stemmningin er í félagsstarfinu, ótrúleg fjölgun félaga hefur átt sér stað í upphafi golftímabilsins og fjöldinn allur sótt nýliðanámskeið klúbbsins. Eftir þessa viku hafa nærri eitthundrað kylfingarsótt nýliðanámskeið GS og stór hluti þeirra hefur gengið í Golfklúbbinn, að auki hafa mörg börn verið skráð á barnanámskeið sem munu vera í gangi næstu vikur.

Nýliðaflokkur í Meistaramóti

Til að mæta þessum nýju félögum hefur mótsstjórn Meistaramóts komið saman og er í undirbúningi að hafa sér nýliðaflokk þar sem reyndari kylfingar munu ganga á milli og liðsinna eftir þörfum, nánar um það á næstu dögum. Mótahald hefur gengið afskaplega vel og nú síðast var haldin hjóna- og parakeppni um helgina í samstarfi við Diamond Suites og geoSilica. Fullt var í mótið og mikil ánægja með það.

 

Nýir æfingatímar

0 views0 comments

Σχόλια


bottom of page