Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að ganga frá hrífum í glompum. Hér er sýnt hvernig eigi að ganga frá þeim eftir notkun í Leirunni. Þá er gott að minna á að þá á alltaf að raka glompur eftir sig.
Efri myndin sýnir hvernig á ekki að ganga frá hrífunni eftir notkun. Þegar hrífan er skilin eftir svona getur hún stoppað bolta á leiðinni í glompuna og þannig haft áhrif á leik.
Hrífuna á að skilja eftir í höggstefnu og hafa aftasta hluta hennar upp á bakkanum. Þannig eru minnstar líkur á að hrífan hafi áhrif á leik.
댓글