Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í gær 3. desember. Í ljósi Covid-19 aðstæðna var fundurinn haldinn með óhefðbundnum hætti eða rafrænt á fundarkerfinu Teams. Metþátttaka var á fundinn en það skráðu sig um 60 manns og tóku þátt.
Ólöf Kristín formaður las yfir ársskýrsluna og fór yfir það helsta sem átti sér stað á árinu. Óhætt er að segja að vel hafi gengið á öllum sviðum á árinu 2020. Mikið var um ýmis konar viðburði og góð þátttaka félagsmanna. Mótin voru mörg, nýliðaviðburðirnir voru vel sóttir, kvennagolfið setti nýtt met í mætingu svo eitthvað sé nefnt. Völlurinn var í góðu standi og gekk reksturinn í heild mjög vel eins og ársreikningurinn sýnir. Karitas gjaldkeri fór yfir reikningana en hægt er að nálgast bæði ársskýrsluna og ársreikninginn hér.
Stjórn klúbbsins breytist en þeir fjórir stjórnarmeðlimir sem kosnir voru á síðasta fundi til tveggja ára og eiga því eitt ár eftir eru:
Karitas Sigurvinsdóttir
Rúnar Óli Einarsson
Sigurður Sigurðsson
Sveinn Björnsson
Á fundinum voru kosnir fjórir nýjir meðlimir sem verða til næstu tveggja ára:
Arnar Ingólfsson
John Steven Berry
Páll Marcher Egonsson
Róbert Sigurðarson
Ólöf Kristín Sveinsdóttir mun halda áfram að gegna embætti formanns.
Sigurpáll Geir íþróttastjóri las yfir sína skýrslu og fór yfir það helsta sem snýr að þjálfun og árangri iðkendanna okkar. Kylfingar ársins 2020 voru Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir og óskum við þeim innilega til hamingju með þeirra frábæra árangur. Venjan er að krýna kylfinga ársins á aðalfundi en þar sem ekki var hægt að halda hefðbundinn fund var brugðið á það ráð að boða þá sem valdir voru í Leiruna daginn fyrir fundinn og þeir krýndir í fámennum hópi og var myndband af athöfninni sýnt á Teams fundinum.
Guðfinna Sigurþórsdóttir, einn af stofnendum klúbbsins var gerð að heiðursfélaga. Guðfinna hefur verið félagi í Golfklúbbi Suðurnesja óslitið frá stofnun hans og verið virk í starfi klúbbsins. Hún er fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki og barðist fyrir því á árum áður að konur fengju sama rétt til keppnis og karlar en þegar hún var að stíga sín fyrstu skref var ekkert kvennastarf í golfklúbbum landsins eins og við þekkjum í dag. Guðfinna á svo sannarlega skilið heiðursfélaganafnbótina og óskum við henni innilega til hamingju á sama tíma og við þökkum fyrir hennar framlag til klúbbsins og golfhreyfingarinnar á Íslandi. Guðfinna var krýnd heiðursfélagi á sama tíma og kylfingar ársins og var myndband af afhendingu heiðursskjalsins sýnt á fundinum. Eftirfarandi myndir voru teknar af tilefninu.
Guðfinna Sigurþórsdóttir, heiðursfélagi GS
Guðfinna Sigurþórsdóttir, heiðursfélagi GS
Guðfinna Sigurþórsdóttir, heiðursfélagi GS og Ólöf Kristín Sveinsdóttir, formaður
Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttastjóri, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, kylfingur ársins 2020 og Ólöf Kristín Sveinsdóttir, formaður
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, kylfingur ársins 2020
Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttastjóri, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, kylfingur ársins 2020 og Ólöf Kristín Sveinsdóttir, formaður
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, kylfingur ársins 2020
Ólöf Kristín Sveinsdóttir, formaður
Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttastjóri
Comments