top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fréttir frá Leirunni

Kæru félagar.


Sumarið hefur aðeins látið bíða eftir sér og opnun vallar því ekki ennþá orðið að veruleika eins og vonir stóðu til. Undirbúningur heldur þó áfram og ýmislegt búið að vera að gerast í Leirunni.


Margrét Sif Sigurðardóttir ætlar að sjá um Leirukaffi í sumar. Hún er byrjuð að skipuleggja og mun hún sjá til þess að enginn verði svangur í sumar.


Pallasmíðin heldur áfram og bættust nokkrir vaskir menn í liðið um daginn og kláruðu dekkið.


Birkir brosir hringinn yfir nýju sláttuvélinni sinni. Búið er að mála loft, gólf og veggi í vélaskemmunni og fer einangrun á loftinu að verða lokið. Hefbundin verkefni eru svo auðvitað í fullum gangi á vellinum fyrir opnun.


Verkefnin á skrifstofunni eru næg að vanda og stefnir í gott sumar með flottu starfsliði, ungum og öldnum félagsmönnum, lengra og styttra komnum kylfingum ásamt góðum gestum.


Á morgun, föstudag ætla nokkrar duglegar GS konur að mæta og skúra, skrúbba og bóna klúbbhúsið okkar. Það verður því allt glansandi fínt þegar tímabilið byrjar.


Veðurspáin er ekki beysin framundan en næsta mánudag (19. apríl) verður opnað inn á sumarflatir á holum 10 til 18 og verður það eingöngu fyrir félagsmenn. Fimmtudaginn 22. apríl eða á sumardaginn fyrsta verður allur völlurinn opnaður og hefjum við tímabilið með glæsilegu Srixon móti. Skráning í það hefst á morgun föstudag.


Bent er á að í klúbbhúsinu er grímuskylda og biðjum við félaga um að virða það ásamt öðrum sóttvarnarreglum sem eru í gildi.


Einnig höfum við nú þegar fengið ábendingar um tóbakspúða á víð og dreif um völlinn og biðlum við til félagsmanna að hugsa sig vel um áður en þeir henda þessum púðum frá sér á völlinn okkar. Í þessu tilfelli er því miður ekki hægt að kenna aðkomumönnum um.


Að lokum minnum við á greiðslu félagsgjalda en einhverjir eiga enn eftir að ganga frá sínum skráningum. Fyrir nánari upplýsingar eða aðstoð þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GS.


Leirukveðjur :)


686 views0 comments

Comentários


bottom of page