top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fyrsta degi Leirumótsins lokið

Þá er fyrsta degi af þremur lokið í Leirumótinu sem fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 3. - 5. júní. 96 keppendur taka þátt í mótinu, 71 í karlaflokki og 25 í kvennaflokki. Flestir af bestu kylfingum landsins eru mættir í mótið og voru nokkur skor undir pari í dag. Veðrið var þokkalegt en dagurinn byrjaði með smá bleytu en stytti svo upp stuttu eftir hádegi. Góð veðurspá er fyrir annan dag mótsins og verður gaman að sjá hvernig bestu kylfingar landsins tækla Leiruna.


Staða efstu kylfinga í karlaflokki:


1. Hlynur Bergsson (GK): 69 högg, -3

2. Daníel Ísak Steinarsson (GK): 70 högg, -2

2. Kristófer Orri Þórðarson (GKG): 70 högg, -2

2. Lárus Ingi Antonsson (GA): 70 högg, -2

2. Aron Emil Gunnarsson (GOS): 70 högg, -2


Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:


1. Sara Kristinsdóttir (GM): 74 högg, +2

2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir (GS): 76 högg, +4

2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 76 högg, +4

2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR): 76 högg, +4

2. Eva Kristinsdóttir (GM): 76 högg, +4


Mynd tekin í upphafi 2. dags Leirumótsins


68 views0 comments

Comments


bottom of page