Nú er komið að fyrsta stigamóti sumarsins sem haldið verður 11. og 12. maí í samstarfi við Veiðibúð Keflavíkur. Stigamótaröð GS er fastur liður í starfi kúbbsins og eru mótin alltaf vel sótt og skemmtileg. Takið eftir að nú er einungis hægt að spila annað hvort á þriðjudegi eða miðvikudegi, ekki báða dagana eins og hefur verið undanfarin ár. Skráningafrestur í mótið er til kl 9:00 11. maí og við viljum hvetja alla til að skrá sig tímanlega. Þeir sem ætla að spila á miðvikudegi þurfa að skrá sig fyrir lok skráningarfrests en bóka sjálfir rástíma á Golfbox rástímakerfinu.
Í stigamótum GS er leikin Stableford-punktakeppni í opnum forgjafarflokkum karla og kvenna. Að hverju móti loknu er birtur stigalisti. Öll stigamótin hafa jafnt stigavægi. Stig eru gefin eftir punktafjölda (stableford) í hverju mót fyrir sig (dæmi: leikmaður með 35 punkta með forgjöf fær 35 stig). Einnig eru gefin stig í höggleik án forgjafar.
Leiðbeiningar um skráningu í innanfélagsmót GS:
Skrá inn á Golfbox.
Á forsíðu vinstra megin veldu “innanfélagsmót”.
Finna það mót sem þú vilt skrá þig í og opna með því að ýta á línuna. Athugaðu að ekki er búið að opna fyrir skráningu í öll mót þó þau séu komin á dagsetningu.
Veldu “skráning” og opnast þá gluggi með rástímum.
Smelltu á “add myself” á þeim rástíma sem þú vilt fara og þá kemur upp nafnið þitt. Smelltu svo á græna flipann neðst í glugganum til að halda áfram.
Veldu flokk: “punktar karlar”, “punktar konur” og “höggleikur”. Athugaðu að það er sjálfvalið í stigamót karla og stigamót konur. Ef ekki er hakað við “höggleikur” ertu ekki með í höggleiknum.
Veldu lit á teig sem þú spilar á og smelltu á “halda áfram”.
Smella á “halda áfram”.
Útskrá
Þegar skráningu lýkur fá þátttakendur kóða senda svo þeir geti skráð sjálfir inn skorið sitt í Golfbox appinu. Athugið að þrátt fyrir að keppendur skrái sjálfir inn skorið sitt þarf að skila inn útfylltu og undirskrifuðu skorkorti.
Hægt er að skoða reglugerð um stigamót hér.
Sumarið hefur farið vel af stað hjá okkur og við höfum fengið til okkar fjölda gesta víða að. Sumarstarfsfólkið okkar fer að týnast inn og gerum við ráð fyrir að vera búin að manna starfsemina upp úr miðjum maí og mun Leirukaffi opna grillið í kjölfarið. Þangað til verður í boði nýsmurt nesti, pylsur, belgískar vöfflur o.fl.
Við hlökkum til að eiga með ykkur gott golfsumar!
Comments