top of page
  • andrea2401

Gerðubekkur á Bergvík

Gerða Halldórsdóttir var dyggur félagsmaður í Golfklúbbi Suðurnesja til fjölda ára en hún lést í janúar 2019. Í hennar minningu gaf eftirlifandi eiginmaður Gerðu, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og fjölskylda klúbbnum þennan fallega bekk sem staðsettur er á 3. braut vallarins. Hún talaði mikið um náttúrufegurðina í Leirunni og þá sérstaklega á Bergvíkinni enda var það uppáhaldsholan hennar. Því var það aldrei spurning hvar fjölskyldan vildi að bekkurinn yrði staðsettur.


Á bekknum er tilvitnun í anda Gerðu frá Arnold Palmer sem hljóðar svo: Að fá að leika í fallegu umhverfi er hluti af því sem golf snýst um.


21. júlí varð Guðmundur Rúnar 85 ára gamall og við það tilefni kom fjölskyldan saman í Leirunni og afhenti bekkinn framkvæmdastjóra golfklúbbsins, Andreu Ásgrímsdóttur.


Það er von fjölskyldunnar að golfarar sem spila Leiruna geti sest á bekkinn og notið náttúrufegurðarinnar allt í kring.


Golfklúbbur Suðurnesja færir fjölskyldunni innilegar þakkir fyrir þessar gjöf. Það er gífurlega dýrmætt þegar meðlimir gefa til baka og svona nokkuð er það sem heldur sögu klúbbsins á lofti.


Sigurbjörg Guðmundsdóttir, dóttir Gerðu, segir nokkur orð


Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri GS afhendir Guðmundi Rúnari blómvönd í tilefni dagsins


Fjölskylda Gerðu


Guðmundur Rúnar Hallgrímsson yngri slær glæsilegt högg


Guðmundur Rúnar Hallgrímsson yngri og eldri slá á Bergvíkinni


Bergvíkin



417 views0 comments

Comments


bottom of page