top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Geysisdeildin í fullum gangi

Mikil spenna er í Geysisdeildinni eftir 2 umferðir og verður 3. umferðin spiluð í vikunni.


Geysisdeildin er virkilega skemmtilegt mót þar sem vinir og kunningjar mynda lið og er spilað gegn öðrum liðum jafnt og þétt yfir sumarið. Mikil stemning myndast oft á leikdögum sem er á miðvikudögum og er ljóst að þessi deild er komin til að vera.

Nú eru tvær umferðir af fimm búnar og verður sú þriðja leikin á miðvikudaginn 14. júlí.


HS Bræður og Guggurnar og Dóri eru með jafnmörg stig eða 1.5 stig eftir tvær umferðir. Þar á eftir koma þrjú lið jöfn með 1 stig. Það er því ljóst að allt getur gerst og má reikna með spennu í síðustu umferðunum.


HS Bræður hafa sigrað deildina síðustu tvö ár og verður spennandi að sjá hvort þeir ná bikarnum í þriðja sinn.


Liðin sem eigast við á miðvikudaginn eru:


Hinir Útvöldu vs Dialed In kl. 16.36

HS Bræður vs Shank City kl. 16.54

Guggurnar og Dóri vs. Draumarusl kl. 17.12


Hér má sjá stöðuna í deildinni, leiki sem hafa farið fram og leikina sem eftir eru.



135 views0 comments

Comments


bottom of page