top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Gleðilegt golfár


Kæru félagar, gleðilegt nýtt golfár.


Samkvæmt nýjustu sóttvarnalögum verður hægt að hefja aftur starfsemi innanhúss. Hægt er að leigja tíma í golfherminum í akademíunni og kostar klukkustundin það sama og á síðasta ári, eða 2500 kr. Tímabókanir fara fram hjá Sigurpáli á netfanginu sp@gs.is.


Opið hús í akademíunni verður eins og undanfarin ár á föstudögum frá kl. 17-20 og á laugardögum frá kl. 10-14. Þar geta félagsmenn æft sig að pútta, vippa og einnig er hægt að draga út net til að slá lengri högg. Vegna Covid-19 verða allir að koma með sín eigin áhöld og sína eigin bolta og mikilvægt er að allir gæti vel að öllum sóttvörnum. Ef of margir eru inni til að hægt sé að tryggja góða fjarlægð biðjum við félaga um að hinkra þangað til fækkar í rýminu.


Golfkennsla er í boði hjá Sigurpáli og Andreu og hægt að hafa samband við þau: sp@gs.is og andrea@gs.is Í boði er bæði einkakennsla og svo geta fleiri saman bókað tíma.


Hvað varðar útiaðstöðu þá er golfvöllurinn opinn félagsmönnum. Völlurinn er ennþá í vetrarbúningi með vetrarflötum og vetrarteigum og minnum við á að rástímaskráning á Golfbox er skilyrði til að mega spila. Æfingasvæði og klúbbhús er lokað.








140 views0 comments

Commentaires


bottom of page