Þá er fyrsta degi lokið í stigamóti GSÍ nr. 2, Golfbúðarmótinu og gekk glimrandi vel. Í karlaflokki leiðir Aron Snær Júlíusson úr GKG á -4 og á eftir kemur Kristófer Karl Karlsson úr GM á -2. Í kvennaflokki var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á +2 og fast á hæla henni kemur Guðrún Brá Björgvinsdóttir á +3.
Sólin skín á okkur í dag og verður gaman að fylgjast með keppendum. Við hvetjum alla til að koma í Leiruna og sjá hvernig bestu kylfingar landsins spila völlinn okkar.
Svo tekur Leirukaffi vel á móti öllum
Eftir daginn í dag verður keppendum fækkað í 70% og leikur hefst kl. 8.00 í fyrramálið.
Hér má sjá uppfærða stöðu:
Comentarios