top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

GREIÐSLUFYRIRKOMULAG OG FÉLAGSAÐILD 2018

Nú styttist í að innheimta vegna aðildar 2018 hefjist, tillögur að félagsgjöldum verða lagðar fram á aðalfundi 4. desember næstkomandi og verða gjöld næsta árs kynnt strax að honum loknum.

Hafi félagar hug á að gera einhverjar breytingar á greiðslufyrirkomulagi eða aðild sinni að félaginu eru þeir vinsamslegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu klúbbsins í síma 421-4100 eða með tölvupósti á netfangið gs@gs.is fyrir 30.  nóvember næstkomandi.

Fyrsta greiðsla félagsgjalda kemur til greiðslu í janúar 2018, þeir sem nýta sér greiðsludreifingu á kreditkort – VISA, Mastercard eða AMEX, fá fyrstu skuldfærslu á kortið í desember – til greiðslu í janúar.


Innheimta árgjalda

Innheimta árgjalda er eftirfarandi:

Greiðslukort – Hægt verður að skipta árgjaldi niður í 10 mánuði. Frá 1.jan til 1.okt. 5% kostnaður verður settur á fyrir þá sem greiða með kortum. (1.jan-1.feb-1.mar-1.apr-1.maí-1.jún-1.júl-1.ágú- 1.sept- 1.okt.)

Greiðsluseðlar – Gefnir verða út 4 greiðsluseðlar. Gjaldagar 1.jan-1.feb-1.mars og 1.april. eindagi þessara seðla er 10 hvers mánaðar. En eindagi árgjalda er 10. Apríl.

Greiðsluseðlar 2 – Seðill gefin út 1.feb og gjaldagi er 1.apríl og eindagi 10. apríl.

Athugið að klúbburinn sendir eingöngu kröfur í bankann en ekki greiðsluseðla á pappír.

0 views0 comments

Comments


bottom of page