top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

GS áfram í efstu deild

Íslandsmóti golfklúbba 2021 í efstu deild karla og kvenna lauk síðastliðna helgi á

Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík og á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.


Í kvennaflokki sigraði GR en þær höfðu betur í úrslitaleik gegn GM. Um þriðja sætið spiluðu GA og GKG og bar GA sigur úr býtum og tók þriðja sætið.


Það var einnig GR sem sigraði karlaflokkinn en þeir spiluðu úrslitaleikinn gegn GKG. GOS sigraði svo GV í leik um þriðja sætið.


Karlasveit GS var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit eftir góðan sigur á sveit GK í fyrstu umferð. Sveitin okkar endaði þar með í baráttu um sæti 5-8. Eftir æsispennandi jafntefli við GA í lokaleik deildarinnar endaði sveitin okkar í 7. sæti og verður áfram á meðal þeirra bestu að ári.


GS náði því miður ekki að manna kvennasveit þetta árið en vonandi verður breyting á því á næsta ári.



Karlasveit GS 2021

219 views0 comments

Comments


bottom of page