Keppnin fór fram á Hellu dagana 22.-24. júní. Mótið fer þannig fram að fyrst er spilaður 18 holu höggleikur og liðum skipt í riðla eftir árangur höggleiksins. GS endaði höggleikinn í 5. sæti og tryggði sér þar með sæti á meðal 6 efstu. Eftir það er spiluð holukeppni og spilaði liðið okkar við A- sveit GA og A-sveit GR. Leikurinn við GA tapaðist en svo gerðu okkar leikmenn sér lítið fyrir og unnu GR í miklum spennuleik sem vannst á fugli á lokaholunni. Þess má geta að 4some liðið okkar vann sinn leik þrátt fyrir að samanlögð forgjöf okkar leikmanna var um 30 en einungis 12 hjá leikmönnum GR. Fjóla Margrét vann einnig sinn leik á móti GR.
Eftir þessa leiki var ljóst að sveitin myndi spila við GK um 3. sætið í mótinu. Sá leikur var æsispennandi en tapaðist í bráðabana og því 4. sætið niðurstaðan í mótinu.
Þetta er frábær árangur hjá okkar unglingum og sér í lagi þar sem forgjöf okkar liðs var ein sú hæsta í mótinu. GS óskar þeim til hamingju með góðan árangur.
Liðið okkar var skipað eftirtöldum leikmönnum.
Alexander Óskar Haraldsson
Breki Freyr Atlason
Fjóla Margrét
Ingi Rafn William Davíðsson
Skarphéðinn Óli Önnu Ingason
Snorri Rafn William Davíðsson
Liðsstjórar: Sigurpáll Sveinsson og Ásgrímur SIgurpálsson
Comentarios