Snillingarnir Íslandsmeistarar 12 ára og yngri annað árið í röð!
Yngsta sveit GS sigraði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fyrr í dag og varði þar með Íslandsmeistaratitil sinn. Frábærlega efnilegir kylfingar þar á ferð og mikið tilhlökkunarefni að fá að fylgjast með þeim í framtíðinni. Framtíðin er björt.
Til hamingju Fjóla, Davíð, Kári, Skarphéðinn, Snorri, Viktor og Siggi Palli! Til hamingju GS!
Comments