top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

GS eignast Íslandsmeistara í golfi

Íslandsmót í holukeppni unglinga fór fram um helgina í Grafarholtinu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Golfklúbbur Suðurnesja átti einn fulltrúa í mótinu, Fjólu Margréti en hún spilaði í flokki stúlkna 14 ára og yngri. Fjóla Margrét spilaði vel allt mótið og sigraði alla leikina sína, einn á föstudag, tvo á laugardag og svo úrslitaleikinn á sunnudag. Úrslitaviðureignina átti hún á móti Evu Kristinsdóttur frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og sigraði Fjóla Margrét glæsilega á 15. holu.


Fjóla er frábær kylfingur og vel að þessu komin. Það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Til hamingju Fjóla og til hamingju GS.

165 views0 comments

Kommentare


bottom of page