GS-ingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sýndi aldeilis hversu góður kylfingur hann er þegar hann endaði í 3. sæti í fyrsta stigamóti GSÍ á Akranesi um helgina en hann spilaði á 4 höggum undir pari. Sigurvegari mótsins var Axel Bóasson úr GK (-6) og og í öðru sæti var Haraldur Franklín Magnús úr GR (-5). Þetta er frábær árangur hjá Rúnari, sérstaklega að teknu tilliti til þess að í mótinu tóku bestu kylfingar landsins þátt. Við í GS erum afskaplega stolt af Rúnari og óskum honum innilega til hamingju.
Í mótinu tóku 5 kylfingar úr GS þátt og þeir náðu allir niðurskurðinum. Það er greinilegt að æfingar eru að skila sér hjá Golfklúbbi Suðurnesja 🙂
Það verður gaman að fylgjast með okkar fólki á næsta stigamóti en það verður einmitt haldið í Leirunni 5. – 7. júní.
Comments