top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Hólmsvöllur opnar miðvikudaginn 19. apríl

Næstkomandi miðvikudag, 19. apríl (kl. 10:00) mun Hólmsvöllur í Leiru opna inn á sumarflatir.


Eins og áður þá verða allir að skrá sig á rástíma, GS félagar geta skráð sig með fjögurra daga fyrirvara en gestir með tveggja daga fyrirvara.


Félagsmenn GS hafa verið duglegir að nýta sér vetrarvöllinn okkar og verður vetrabókunin áfram opin til loks dags 18.apríl.Æfingasvæðið er einnig opið og um mánaðamótin verður boltavélin nútímavæð og innri hugbúnaðurinn uppfærður. Félagsmenn þurfa ekki að örvænta en allar inneignir á eldri boltakortum verða virtar og kortin aftur nothæf.


Þangað til er það okkar sönn ánægja að hafa endurgjaldslausan aðgang að boltavélinni eða svo lengi sem umgengni gesta leyfir.
354 views

Comentários


bottom of page