top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Happdrætti Golfklúbbs Suðurnesja

Á morgun, mánudaginn 5. nóvember, munum við hefja sölu á happdrættismiðum til styrktar uppbyggingu fjórðu brautar Hólmsvallar í Leiru, dregið verður 1. desember hjá sýslumanninum í Keflavík.

Eins og flestir muna þá byggði Siglingamálastofnun sjóvarnargarð meðfram fjórðu brautinni fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári. Þrátt fyrir að vel hafi verið gengið frá eftir þessar framkvæmdir situr eftir að Golfklúbburinn fékk með þessu aukið landrými og þarf að ráðast í endurhönnun og -bygginu fjórðu brautarinnar. Eins og staðan er núna er þessi hluti Hólmsvallar verið flakandi sár og lýti á annars frábærum velli. Við viljum reyna að flýta uppbyggingu brautarinnar eins og auðið er, það er kostnaðarsöm framkvæmd og eftir mjög erfitt rekstrarár liggur ljóst fyrir að fjáraflanna er þörf. Nú þegar liggur fyrir erindi um aðstoð hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar og vonumst við til að bærinn sjái þörfina fyrir úrbætur og aðstoði okkur eftir fremsta megni – en fleiri úrræða er þörf.

Með von um góðar viðtökur, Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Verð á miða er 1.000 kr. / 1.500 miðar prentaðir

Sala happdrættismiðanna fer fram hjá framkvæmdastjóra i síma 846-0666 og á gs[at]gs.is

 

Vinningaskrá:

1. Gjafabréf frá Icelandair 60.000 kr 2. Gjafabréf frá Icelandair 60.000 kr 3. Gjafabréf frá Icelandair 40.000 kr 4. Gjafabréf frá Icelandair 40.000 kr 5. Gjafabréf frá Icelandair 30.000 kr 6. Gjafabréf frá Icelandair 30.000 kr 7. Fjórir hringir hjá Golfklúbbi Reykjavíkur – gildir út árið 2019 30.000 kr 8. Fjórir hringir á Hvaleyravelli – gildir út árið 2019 30.000 kr 9. Fjóirir hringir hjá Golfklúbbnum Oddi – gildir út árið 2019 30.000 kr 10. Fjórir hringir á Brautarholtsvelli – gildir út árið 2019 25.000 kr 11. Gjafabréf frá Icelandair 15.000 kr 12. Gjafabréf frá Icelandair 15.000 kr 13. Golfkennsla hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni – þrjár kennslustundir 12,500 kr 14. Golfkennsla hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni – þrjár kennslustundir 12,500 kr 15. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 30 körfur 10,500 kr 16. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 30 körfur 10,500 kr 17. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 30 körfur 10,500 kr 18. Gjafabréf frá Icelandair 10.000 kr 19. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 20 körfur 7.000 kr 20. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 20 körfur 7.000 kr 21. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 20 körfur 7.000 kr 22. Gjafakarfa frá Nóa Síríus 5.000 kr 23. Gjafakarfa frá Nóa Síríus 5.000 kr 24. Gjafakarfa frá Nóa Síríus 5.000 kr 25. Gjafakarfa frá Nóa Síríus 5.000 kr 26. Gjafakarfa frá Nóa Síríus 5.000 kr 27. Gjafakarfa frá Nóa Síríus 5.000 kr 28. Gjafakarfa frá Nóa Síríus 5.000 kr 29. Golfkennsla hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni – ein kennslustund 5.000 kr 30. Golfkennsla hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni – ein kennslustund 5.000 kr 31. Golfkennsla hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni – ein kennslustund 5.000 kr 32. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 10 körfur 3,500 kr 33. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 10 körfur 3,500 kr 34. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 10 körfur 3,500 kr 35. Boltakort hjá Golfklúbbi Suðurnesja – 10 körfur 3,500 kr Heildarverðmæti vinninga 556.500 kr

8 views

Comments


bottom of page